SÍÐAN 1986

BÓNSTÖÐ JOBBA

Bónstöðvar koma og fara en Bónstöð Hjá Jobba hefur nú starfað síðan árið 1986. Hvernig er slíkt hægt á meðan meðalaldurinn í bransanum er 2-3 ár?. Galdurinn er gæði vinnunar, lágt verð og ánægðir viðskiptavinir. Þetta hefur Jobbi haft að leiðarljósi og því er það að Bónstöðin vex enn og dafnar. Reyndar er hún elsta bónstöð landsins í rekstri.

Jósef Kristjánsson hóf störf hjá Sveini Egilssyni hf í Skeifunni 17 árið 1982. Þeir höfðu þá verið að leita að manni sem gæti séð um þá deild í fyrirtækinu sem sá um þrif og standsetningu nýrra bifreiða. Þar vann hann og öðlaðist þekkingu á bílavörum og lakktegundum.

Er Sveinn Egilsson hf flutti hluta starfsemi sinnar í Hús Framtíðar að Faxafeni 10, flutti Jobbi með. Þá hafði hann gert samning við S.E. um sjálfstæðan rekstur og föst verkefni. Hann kom sér fyrir í kjallaranum og hóf eigin rekstur vorið 1986. Þar hafði hann það mikið pláss að hann auglýsti fyrirtækið sem stærstu bónstöð landsins, enda var hægt með góðu móti að koma þar fyrir 15 bílum í þrif.

Þegar Sveinn Egilsson hf hætti starfssemi, flutti Jobbi aftur í Skeifuna 17 og hefur verið þar síðan. Hann flutti nokkuð fram og til baka innan hússins m.a. í kjallarann þar sem hægt var að koma fyrir yfir 15-20 bílum í þrif. Nú er fyrirtækið sunnanmegin í húsinu (vísar að Miklubraut) og er þar enn. Þar er hægt að koma fyrir 6 bílum í þrif og telst það nokkuð gott.

Jobbi þrífur nýja og notaða bíla fyrir Suzuki Bíla ehf og fleiri þekkt fyrirtæki.

Þú ert hér með boðinn velkomin(n) að slást í hóp ört vaxandi ánægðra viðskiptavina. Við gerum gott betra.

jobbi-hjol.jpg